Á sjötta tug júdóiðkenda á æfingabúðum á Sauðárkróki

Þátttakendur á æfingabúðunum. Mynd: Einar Örn Hreinsson.
Þátttakendur á æfingabúðunum. Mynd: Einar Örn Hreinsson.

Það var heilmikið um að vera hjá ungum júdóiðkendum um helgina þar sem æfingabúðir voru haldnar á Sauðárkróki. Iðkendur frá júdódeild UMF Selfoss og júdófélaginu Pardus á Blönduósi mættu á Krókinn og áttu skemmtilega stund með félögum sínum í júdódeild Tindastóls. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að undanfarin tvö ár, 2017 og 2018, hafi júdófélagið Pardus haldið æfingabúðir með svipuðu sniði þar sem þessi þrjú júdófélög hafa komið saman og æft en að þessu sinni var skipt um staðsetningu og júdódeild Tindastóls tekið á móti hópnum.

Æfingabúðirnar samstóðu af tveimur júdóæfingum ásamt samverustundum utan æfinga. Fyrri æfingin fór fram á laugardeginum frá klukkan 15:30 til 17:30 en sunnudagsæfingin stóð yfir frá 11:30 til 13:30. Einar Örn Hreinsson, þjálfari júdódeildar Tindastóls, skrifar í pistli sínum að í þessi þrjú ár sem æfingabúðirnar hafa verið starfræktar á Norðurlandi hafi þær ávallt verið vel sóttar og heppnast ákaflega vel. „Það er mjög þroskandi og skemmtilegt fyrir þátttakendur að fá tækifæri á því að kynnast nýjum æfingafélögum í gegnum glímur og leiki á júdóæfingum og ekki síður með samverustundum utan æfinga,“ segir hann.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir