Álborg SK88 mótið í körfu verður í Borgarnesi

Pétur Erlingsson og Pavel Ermolinski með verðlaunagrip mótsins. AÐSEND MYND
Pétur Erlingsson og Pavel Ermolinski með verðlaunagrip mótsins. AÐSEND MYND

Dagana 15.-16. september fer Álborg SK 88 körfuboltamótið fram í Borgarnesi í fyrsta skipti. „Stefnan er að með tímanum verði þetta helsta og virtasta æfiingamót íslensks körfubolta,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður kkd. Tindastóls og hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Fjögur lið mæta til leiks í ár; Íslandsmeistarar Tindastóls, Stjarnan, KR og Höttur. Dráttur í undanúrslit fór fram við hátíðilega athöfn við Sauðárkrókshöfn.

Í fyrri viðureigninni mætast Höttur og Tindastóll í sannkölluðum landsbyggðarslag. Svo munu liðin af mölinni taka við og lið KR og Stjörnunnar kljást sín á milli um hver verður fulltrúi borgarinnar í úrslitum. Frítt er inn á alla leiki sem fara fram í Fjósinu í Borgarnesi. Undanúrslit hefjast kl. 17:45 á föstudaginn. Leikir um sæti verða kl. 12:30 á laugardaginn.

Á meðfylgjandi mynd er Pétur Erlingsson, eigandi Álborgar SK88 og verndari mótsins, að afhenda framkvæmdastjóra mótanefndar, Pavel Ermolinski verðlaunabikarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir