Arnar, Pétur og Þórir í lokahóp fyrir æfingamót í Ungverjalandi

Það er allt í lagi að minna lesendur á það að við erum Íslandsmeistarar. Mynd: Arkadius-Raxxar
Það er allt í lagi að minna lesendur á það að við erum Íslandsmeistarar. Mynd: Arkadius-Raxxar

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er á leiðinni til Ungverjalands á æfingamót í borginni Kecskemét. Þar mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn í Ungverjalandi. 

Leikið verður gegn Ísrael laugardaginn 29. júlí kl. 16 að íslenskum tíma og á sunndag gegn Ungverjum kl. 15. 

Þrír leikmenn Tindastóls eru í lokahópnum, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson, Pétur Rúnar Birgisson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson, ásamt því að Pavel Ermolinskij er annar af aðstoðarþjálfurum ásamt fyrrverandi þjálfara Tindastóls, Baldri Þór Ragnarssyni. Craig Pedersen þjálfar liðið. 

Hópurinn í heild sinni er eftirfarandi:

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir

Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 9

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 25

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 26

Orri Gunnarsson · Haukar · Nýliði

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 11

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 60

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 28

Sigurður Pétursson · Breiðablik · Nýliði

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 9

Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 58

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 22

Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 80

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir