Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Arnoldas að stýra meistaraflokki Tindastóls kvenna í fyrra. Mynd: Körfuknattleiksdeild Tindastóll
Arnoldas að stýra meistaraflokki Tindastóls kvenna í fyrra. Mynd: Körfuknattleiksdeild Tindastóll

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Í fréttatilkynningu frá KR kemur fram að Arnoldas mun vera Inga Þór til aðstoðar hjá meistaraflokk, þjálfa Unglinga- og drengjaflokk sem og minnibolta drengja. Arnoldas er metnaðarfullur þjálfari sem hefur þjálfað í fjögur ár, kappinn kemur úr körfuboltafjölskyldu þar sem faðir hans var aðstoðarþjálfari Litháenska landsliðsins á sigursælum tíma.

Mikill missir fyrir Tindastól en eins og maðurinn segir þá kemur maður í mann stað. Árni Eggert mun taka við af honum Arnoldas hjá meistaraflokki kvenna.

Blaðamaður hlakkar til að hitta hann og Brynjar í úrslitunum sjálfum á næsta tímabili.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir