Bestu og efnilegustu valin á uppskeruhátíð Tindastóls

Efnilegust og best. Aftari röð f.v. Bryndís Rut Haraldsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Murielle Tiernan, Vigdís Edda Friðriksdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir. Fremri röð f.v. Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Skúli Atlason og Stefan Lamanna.
Efnilegust og best. Aftari röð f.v. Bryndís Rut Haraldsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Murielle Tiernan, Vigdís Edda Friðriksdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir. Fremri röð f.v. Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Skúli Atlason og Stefan Lamanna.

Laugardaginn síðasta var haldin uppskeruhátíð meistaraflokka kvenna, karla og 2 fl. kvenna eftir viðburðaríkan dag þar sem karlaliðið náði að tryggja sér 8. sæti í 2. deild og 2. fl. kvenna kláraði sitt tímabil einnig. Meistaraflokkur kvenna átti líka góðu gengi að fagna og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

Það var glaður hópur leikmanna sem kom saman á Mælifelli á Sauðárkróki, snæddi góðan kvöldverð og naut skemmtidagskrár undir öruggri stjórn vallarþular Sauðárkróksvallar, Guðbrands Guðbrandssonar. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið en þær hlutu eftirtaldir:

2. flokkur kvenna
Besti leikmaður - Vigdís Edda Friðriksdóttir
Efnilegasti leikmaður - Eva Rún Dagsdóttir
Besti liðsfélaginn - Kristrún María Magnúsdóttir

Meistaraflokkur kvenna
Besti leikmaður - Murielle Tiernan
Efnilegasti leikmaður - María Dögg Jóhannesdóttir
Besti liðsfélaginn - Bryndís Rut Haraldsdóttir

Meistaraflokkur karla
Besti leikmaður - Stefan Lamanna
Efnilegasti leikmaður - Jón Gísli Eyland Gíslason
Besti liðsfélaginn - Arnar Skúli Atlason

Heimild og myndir: FB-síða Stuðningsmenn knattspyrnudeildar Tindastóls/ Kristjana Jónsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir