Blandaðar bardagalistir hjá júdódeild Tindastóls

Mynd: Pexels.com
Mynd: Pexels.com

Síðasta haust ýtti júdódeild Tindastóls úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í jujitsu, kickboxi og boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn.

Á heimasíðu Tindastóls segir að júdó og karate hafi bæst við bardgalistavalið og verður því boðið upp á fimm mismunandi bardagalistir á námskeiðinu. Búið er að opna fyrir skráningar sem fara rafrænt fram í gegnum NÓRA. Aldurstakmark er tólf ár (fæðingarár 2006 og fyrr) og hámarksfjöldi er tuttugu.

Sjá nánar á Tindastóll.is

Fleiri fréttir