Donni ánægður með frumraun þeirra spænsku

Donni og Krista Sól en hún spilaði síðasta leik sinn með Stólastúlkum í bili. Þarna eru þau í fínum félagsskap. MYND: ÓAB
Donni og Krista Sól en hún spilaði síðasta leik sinn með Stólastúlkum í bili. Þarna eru þau í fínum félagsskap. MYND: ÓAB

„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn i heild sinni. Þetta var frábær frammistaða bæði varnar - og sóknarlega. Geggjað að skora frábær fjögur mörk og hefðum getað skorað aðeins fleiri,“ sagði markagráðugur Donni þjálfari þegar Feykir hafði samband við hann að loknum leik Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Stólastúlkna og færði liðið ofar í töfluna.

Donni frumsýndi tvo nýja leikmenn, Spánverjana Beatriz og Mörtu, og bauð stuðningsmönnum upp á nýtt kerfi, spilaði 5-3-2 í vörn en 3-5-2 í sókn. Feykir spurði hann að því hvað honum hefði fundist um nýju leikmennina og sagði hann þær hafa staðið sig mjög vel. „Þær eiga eftir að vaxa ennþá meira inn í það sem við erum að gera og hjálpa okkur mikið. Þær eru gríðarlega reynslumiklar og hjálpa mikið, bæði með boltann og án hans.“

Hefurðu áhyggjur af því að markamaskínan okkar, Murr, sé ekki að skora? „Ég hef engar áhyggjur af Murielle. Hún gerir svo mikið fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega. Það skiptir engu máli hver skorar og Murielle eins og aðrar gerir alltaf sitt besta fyrir liðið.“

Donni lét stúkuna vita af þv í leikslokí að þetta hefði verið síðasti leikur Kristu Sólar í bili. „Krista er á leið í skóla erlendis svo já, þetta var hennar síðasti leikur með okkur i sumar. Hún hefur verið mjög vaxandi í allt sumar og við óskum henni alls hins allra besta úti og hlökkum til að fá hana aftur til okkar þegar þar að kemur,“ segir Donni.

Finnst þér liðið hafa styrkst mikið með tilkomu þeirra spænsku? „Liðið hefur styrkst já og hópurinn stækkað um einn leikmann þar sem við misstum Kristu. Þær eru klárlega góð viðbót fyrir okkur í barráttunni,“ sagði Donni að lokum en sneiddi um leið hjá því að svara Feyki hvort við værum með besta liðið á landinu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir