Drungilas semur til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Adomas Drungilas skrifuðu fyrir stundu undir samning þess efnis að hann haldi áfram að leika með Tindastól næstu tvö árin. Undirritunin fór fram á sviði Atvinnulífssýningarinnar, sem nú stendur yfir á Króknum, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Drungilas þekkja allir körfuboltaáhugafólk en hann hefur verið öflugur í liði Íslandsmeistarana í vetur með en hann skilaði alls 392 stigum fyrir liðið.

Drungilas hlakkar til komandi tímabils og segir að sér líði vel á Sauðárkróki. „Þetta er ein stór fjölskylda.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður deildarinnar, segist mjög ánægður með áframhaldandi samstarf við Drungilas enda einn af máttarstólpum liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir