Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í 2. deildinni

Murielle Tiearnan fór mikinn með Stólunum í sumar og var valin besti leikmaður 2. deildar kvenna. MYND: ÓAB
Murielle Tiearnan fór mikinn með Stólunum í sumar og var valin besti leikmaður 2. deildar kvenna. MYND: ÓAB

Fótbolti.net gekkst fyrir vali á liði ársins í fótboltanum nú á dögunum og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu listann. Tindastóll var með lið í báðum 2. deildunum, karla og kvenna, og reyndust stúlkurnar heldur atkvæðameiri, enda komust þær upp um deild á meðan brekkan var meiri hjá strákunum. Fjórar stúlkur komast í átján manna hóp úrvalsliðsins en aðeins einn strákanna.

Í lið ársins hjá stelpunum komust Bryndís Rut Haraldsdóttir, varnarmaskína,, Vigdís Edda Friðriksdóttir, kantari, og Murielle Tiernan, ofursenter, í byrjunarliðið en bakvörðurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk sæti á bekknum. Mur var einnig valin besti leikmaður 2. deildar og fékk þar fullt hús atkvæða en hún varð markahæst í deildinni með 24 mörk í 14 leikjum. Glæsilegur árangur.

Hjá Tindastólsstrákunum var það bara Stefan Lamanna sem komst í lið ársins en þessi eldsnöggi kantari varð þó að gera sér að góðu að fá sér sæti á varamannabekk úrvalsliðsins.

Til hamingju með árangurinn knattspyrnufólk!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir