Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Frá fyrstu æfingu Tindastóls sl. laugardag. Mynd af FB-síðu körfuboltadeildar Tindastóls.
Frá fyrstu æfingu Tindastóls sl. laugardag. Mynd af FB-síðu körfuboltadeildar Tindastóls.

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.

Fyrir leik, kl 18, verður kynning á Akademíu FNV og Tindastóls. Akademían er samstarfsverkefni FNV og Tindastóls og gerir íþróttafólki kleift að æfa eins og atvinnumaður og stunda nám samhliða við bestu mögulegu aðstæður, bæði íþróttalega og námslega og eru áhugasamir hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.

Allir stuðningsmenn Tindastóls eru svo hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana áfram.

Fleiri fréttir