Góður dagur er nýja lyftan á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól var vígð

Þau nutu sín vel í brekkunni í gær séra Sigríður Gunnarsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon, bæði skíðalaus og svo Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, Magnús Hinriksson og Eiríkur Pétursson. Mynd: Viggó Jónsson.
Þau nutu sín vel í brekkunni í gær séra Sigríður Gunnarsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon, bæði skíðalaus og svo Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, Magnús Hinriksson og Eiríkur Pétursson. Mynd: Viggó Jónsson.

Nýja lyftan á skíðasvæði AVIS í Tindastól var formlega tekin í notkun í gær í upphafi afmælishátíðar svæðisins en fagnað er þessa vikuna að 20 ár eru síðan það var tekið í notkun. Auk Sigurðar Bjarna Rafnssonar, formanns deildarinnar, hélt Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, tölu og séra Sigríður Gunnarsdóttir blessaði svæðið.

„Nýja lyftan var opnuð formlega og frítt í fjallið, mjög góð aðsókn og veðurguðir léku við okkur. Geggjað veður og gott færi og það var ekki annað að sjá en allir væru hamingjusamir með nýju lyftuna,“ segir Sigurður Bjarni, ánægður með gærdaginn. Með tilkomu nýju lyftunnar aukast skíðamöguleikar gríðarlega og jafnvel talið að skíðasvæðið fjórfaldist að stærð. Opnun lyftunnar var upphafið á mikilli skíðaviku í fjallinu sem endar með gönguskíðamóti um helgina.

Viðtal við Viggó Jónsson, staðarhaldara skíðasvæðisins, verður í næsta Feyki en hann er að klára sína síðustu viku í starfi framkvæmdastjóra skíðasvæðisins.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot úr Stónum í gær sem Sigfús Ingi Sigfússon tók í gær.

 

Það er ekkert smá flott skíðasvæðið sem við Skagfirðingar og nágrannar búum að í Tindastóli. Til hamingju með 20 ára afmælið Skíðasvæði Tindastóls!

Posted by Sigfús Ingi Sigfússon on Sunnudagur, 2. febrúar 2020

Það er ekkert smá flott skíðasvæðið sem við Skagfirðingar og nágrannar búum að í Tindastóli. Til hamingju með 20 ára afmælið Skíðasvæði Tindastóls!

Posted by Sigfús Ingi Sigfússon on Sunnudagur, 2. febrúar 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir