Grátlegt tap gegn sterku liði Þórs
Það var norðlensk rimma í Síkinu í gærkvöldi þar sem lið Tindastóls tók á móti meistaraefnunum í liði Þórs frá Akureyri. Leikurinn var lengst af hnífjafn og æsispennandi en það var rétt í þriðja leikhluta sem gestirnir tóku völdin. Stólastúlkur svöruðu fyrir sig og komust yfir á ný á lokamínútunum en það voru gestirnir sem gerðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu því 80-83.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 14.09.2025 kl. 17.34 oli@feykir.isHúnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.Meira -
Alltaf eitthvað að hagræða fermetrum
Við tókum tal af Halldóri Skagfjörð Jónssyni bónda á Fagranesi í Langadal. Halldór býr ásamt konunni sinni Söru Líf Stefánsdóttur en saman eiga þau börnin, Rebekku Lárey 11 ára, Stefán Brynjar, 3 ára, og Halldór Björgvin, 6 mánaða. Halldór starfar meðfram búskapnum sem rúningsmaður og smíðaverktaki og Sara er í fæðingarorlofi.Meira -
Þriggja rétta í boði Guðbjargar | Matgæðingur Feykis
Matgæðingur vikunnar í tbl. 21 var Guðbjörg Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hún hefur verið kennari við skólann síðastliðin 20 ár. Guðbjörg hefur verið búsett á Sauðárkróki frá 1990 en hafði þó vetrarsetu í höfuðborginni nokkur ár meðan hún gekk menntaveginn í Háskóla Íslands.Meira -
Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð
Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.Meira -
Lagt til að kosið verði um sameiningu 28. nóv til 13. des
Samráðsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosning um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár.Meira