Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni.
Liðinu tókst ekki að komast á verðlaunapall eins og vonir stóðu til en stelpurnar unnu fyrsta leik sinn 7-2 gegn Rúmeníu, töpuðu öðrum leik gegn Mexíkó 2-3 en lögðu Tyrki 6-0 í þeim þriðja. Á móti Nýja-Sjálandi þurftu stelpurnar að horfast í augu við grátlegt tap 4-3, og úrslit lokaleiks Íslands olli töluverðum vonbrigðum en þar hafði Spánn betur 3:1.
Með liðinu leika þrjár Húnvetnskar stúlkur þær Arndís Sigurðardóttir, Guðlaug I. Þorsteinsdóttir og Jónína M. Guðbjartsdóttir. Þær stóðu sig allar með prýði og var Guðlaug valinn maður leiksins gegn Tyrklandi.