Haukar mörðu Stólastúlkur í skemmtilegum leik í gær - Myndband
Tindastóll tók á móti Haukum í fyrstu deild kvenna á Sauðárkróki í gær og var um spennandi leik að ræða. Tindastóll komst yfir með góðu marki Leslie Briggs í fyrri hálfleik en gestirnir voru heppnir í þeim seinni þegar Stólarnir skoruðu sjálfsmark eftir að boltinn fór í varnarmann þeirra er Haukarnir tóku aukaspyrnu rétt utan vítateig gestgjafanna og hafnaði í markinu. Haukarnir bættu svo marki við er skammt var til leiksloka og höfðu sigur.
Stólarnir sitja sem fyrr í 6. sæti með 13 stig en Haukarnir komust sæti ofar með sigrinum og eru nú með 19 stig í 4. sæti.
Hér fyrir neðan má sjá glefsur úr leiknum en seinna mark Haukanna náðist ekki á myndbandið.
http://www.youtube.com/watch?v=oV6hWgICbHM