Jan Bezica nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fundið aðstoðarmann Baldurs. Jan Bezica heitir hann og mun hann einnig þjálfa yngri flokka félagsins.

Hér fyrir neðan kemur fréttatilkynningin frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls  

Jan Bezica ráðinn sem þjálfari í vetur hjá Kkd Tindastóls, Jan er 31 árs Slóveni og hefur þjálfað þar í landi frá því hann var 18 ára. Jan hefur víðtæka reynslu í þjálfun og nú síðast hefur hann verið í landsliðsverkefnum fyrir Slóveníu með U18 kvenna. Ásamt að hafa þjálfað yngri flokka sem og meistaraflokka hjá félagsliðum í Slóveníu. Jan mun taka að sér aðstoðarþjálfun við meistaraflokk karla sem og þjálfun yngri flokka. Hann mun koma til landsins í lok ágúst.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir