Jasmin Perkovic til Tindastóls

Jasmin Perkovic mun klæðast Tindastólstreyju á næsta tímabili.
Jasmin Perkovic mun klæðast Tindastólstreyju á næsta tímabili.

Körfuknattleiksdeild Tindastóll hefur samið við Króatíska framherjann Jasmin Perkovic. Jasmin er 38 ára gamall reynslumikill leikmaður og hefur spilað með liðum í Slóven­íu, Bosn­íu, Grikklandi, Ítal­íu og Þýskalandi. Jasmin er 2,05 metrar á hæð og er 117 kíló.

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynninguna frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Jasmin Perkovic um að leika með liðinu á komandi tímabili. Jasmin Perkovic er hávaxinn leikmaður og mun styrkja liðið í baráttunni undir körfunni, Jasmin býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður á hæsta leveli. Hann kláraði síðustu leiktíð á að vera deildarmeistari í Slóvakíu með Inter Bratislava. Þar á undan var hann deildarmeistari í Austurríki.

Von er á Jasmin mánaðarmótin ágúst-september, við bjóðum hann velkominn.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir