Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Frá vinstri: Jóhanna María Grétarsdóttir Noack með bestu mætinguna, Veigar Þór Sigurðarson sýndi mestu framfarirnar, Haukur Rafn Sigurðsson efnilegasti júdómaðurinn og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir efnilegasta júdókonan. Á myndina vantar Arnór Frey Fjólmundsson sem valinn var besti júdómaðurinn. Mynd: Katharina Sommermeier.
Frá vinstri: Jóhanna María Grétarsdóttir Noack með bestu mætinguna, Veigar Þór Sigurðarson sýndi mestu framfarirnar, Haukur Rafn Sigurðsson efnilegasti júdómaðurinn og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir efnilegasta júdókonan. Á myndina vantar Arnór Frey Fjólmundsson sem valinn var besti júdómaðurinn. Mynd: Katharina Sommermeier.

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.

Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Jóhanna María Grétarsdóttir Noack hafi fengið bikar fyrir bestu mætinguna enda hafi hún verið einstaklega dugleg að mæta á æfingar í vetur í bæði yngri og eldri hóp.

Veigar Þór Sigurðarson fékk bikar fyrir mestu framfarirnar en hann hefur sýnt miklar framfarir í vetur og staðið sig vel á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Haukur Rafn Sigurðsson og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir voru valin efnilegust en þau eru bæði mjög hæfileikarík og geta náð langt í íþróttinni með áframhaldandi ástundun.

Besti júdómaðurinn var svo valinn Arnór Freyr Fjólmundsson en hann hefur sýnt það og sannað á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í vetur að hann er á meðal þeirra bestu í sínum flokki og er vel að þessum titli kominn.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir