Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli klæðast endurskinsvestum
Nú eru fótboltaiðkendur á Sauðárkróki farnir að huga að næsta sumri og æfingar komnar á fullt. Æfingar eru víðsvegar og t.d. er töluvert um útihlaup. Í fréttatilkynningu frá Tindastól segir að VÍS á Sauðárkróki og knattspyrnudeild Tindastóls hafa sammælst um að allir iðkendur noti endurskinsvesti í þessum hlaupum, enda birtan ekki upp á það besta á þessum tíma.
„Knattspyrnuiðkendur vilja svo sannarlega sjást vel og það munu þeir nú gera,“ segir í tilkynningu.