Knattspyrnuþjálfara vantar á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar nk. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a. að halda úti knattspyrnuæfingum í 8. - 3. flokki, utanumhald iðkenda bæði hvað varðar skráningar, mót og keppnisferðir o.fl.

Knattspyrnudeild Hvatar heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi fyrir drengi og stúlkur allt árið um kring og tekur þátt í hinum ýmsu mótum víðs vegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 5. – 3. flokki í Íslandsmóti.

Áhugasamir geta haft samband við Erlu Ísafold, formanns knattspyrnudeildar, í síma 825 1133 ef frekari upplýsinga er þörf annars bara að henda umsókn inn á netfangið hvot@simnet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir