Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008). 

Allir leikirnir fara fram á aðalíþróttasvæðinu og hefjast fyrstu leikirnir kukkan 9:00 á laugardagsmorgun. Búast má við fjölmenni á mótinu en 116 lið eru skráð til keppni eða um 700 til 800 keppendur ásamt aðstandendum.    

Ýmis afþreying verður í boði á meðan á mótinu stendur en  hoppukastlarar verða settir upp við íþróttarhúsið. Einnig er boðið er upp á systkinamót fyrir börn á aldrinum 3-5 ára sem fram fer á laugardaginn frá klukkan 14-16. Skráning á systkinamótið fer fram í sjoppunni á laugardagsmorgun frá klukkan 10-12. Kvöldvaka fer fram á laugardagskvöld og boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádeginu á sunnudag. Áætluð mótslok eru á milli klukkan 14 og 15 á sunnudag. 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Tindastóls eða á Facebooksíðu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir