Kvennalið Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld

Jackie Altschult
Jackie Altschult

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jackie er fædd 1995, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn. 

Að sögn Jóns Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls, spilaði hún með San Diego háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún færði sig í Norsku úrvalsdeildina sumarið 2017 en þar lék hún með liði Melkilda. „Síðast liðið sumar var hún svo lykilmaður í sænsku fyrstu deildar liði en langaði að prufa nýtt og skoða heiminn og kemur því til okkar,“ segir Jón Stefán.

Í lok síðasta tímabils var sagt að reynt yrði að fá Murr, Murielle Tiernan, aftur til Sauðárkróks en hún átti stóran þátt í því að Stólarnir leika í 1. deild í ár. Jón Stefán segir að ekkert sé að frétta hvað Murr hyggst fyrir en heimildir herma að hún sé með einhver tilboð í fanginu og jafnvel frá liðum í efstu deild Íslandsmótsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir