Leikur við Þór Akureyri í Síkinu í kvöld

Antanas í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn. MYND: HJALTI ÁRNA
Antanas í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn. MYND: HJALTI ÁRNA

Körfuboltamenn halda áfram að gíra sig upp fyrir komandi tímabil. Í kvöld mæta Þórsarar frá Akureyri í heimsókn í Síkið og hefst leikurinn kl. 18:30. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleikdeiildar Tindastóls, má reikna með því að eitthvað sjáist í nýjan Kana Tindastóls, Shawn Glower, í leiknum.

Tindastóll og Stjarnan mættust í Garðabænum sl. föstudagskvöld og kannski óþarfi að vera ræða þann leik eitthvað frekar – hann tapaðist.

Hvað varðar leikinn í kvöld þá hefst hann sem fyrr segir kl. 18:30. Ekki er enn ljóst hvort sömu reglur gildi varðandi áhorfendur og síðast en að sögn Ingós eru a.m.k. 200 áhorfendur leyfðir en óvíst hvort allir 16 ára og yngri megi bætast við þá tölu eins og í leiknum í síðustu viku.

Stöð2 Sport og Dominos-deildin í samstarf 

Þá er rétt að minna stuðningsmenn Tindstóls á samstarf Dominos-deildarinnar og Stöð2 Sport. Ef áskrift að Stöð2 Sport Ísland er keypt til 21. júní 2021, sem Feyki sýnist að kosti 3990 krónur, þá renna 1078 krónur á mánuði til körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Við kaup á rásinni þarf þá að muna að velja að þú ætlir að styrkja þitt íþróttafélag, velja íþrótt sem væri þá körfubolti og merkja við Tindastóll - körfubolti. Á þessum COVID-tímm munar félögin um hverja krónu og því um að gera að muna eftir þessu. 

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar kemur fram að skráning fyrir þá sem nú þegar eru með Stöð2 Sport er ekki klár, en leiðbeiningar fyrir þá koma verða settar inn á  síðuna eins fljótt og auðið er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir