Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Liið Dodda málara kampakátt að mótl loknu. Efri röð frá vinstri: Svend, Domi og Jón Gísli. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Pétur, Ísak og Anton ásamt gallhörðustu stuðningsmönnum liðsins. AÐSEND MYND
Liið Dodda málara kampakátt að mótl loknu. Efri röð frá vinstri: Svend, Domi og Jón Gísli. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Pétur, Ísak og Anton ásamt gallhörðustu stuðningsmönnum liðsins. AÐSEND MYND

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.

Leikar hófust kl. 10:20 í morgun og mættust öll liðin í fimm umferðum og í framhaldinu var eins konar úrslitakeppni og loks úrslitaleikir.

Lið Dodda málara hefur verið sigursælt á firmamótum Kormáks Hvatar og hefur samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Feykis nú unnið þrjú ár í röð. Lið Dodda málara var skipað alvöru kanónum sem alla jafna stunda sitt spark með liði Tindastóls; þeim Domi, Ísaki, Antoni, Svend og loks bræðrunum knáu frá Blönduósi, Jóni Gísla og Sigurði Pétri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir