Ljómarallý í Skagafirði um næstu helgi

Laugardaginn 29. júlí 2023 fer fram Ljómarallý í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár.

Keppnishaldið verður með hefðbundnu sniði og verða eftirfarandi vegir lokaðir almennri umferð laugardaginn 29. júlí 2023, svo sem hér segir:

  • Kl. 08:45 – 13:45. Vegur nr. 35 um Mælifellsdal / Mælifellsdalsvegur F756 um 4,5 km frá Efribyggðarvegi nr. 751 að Bugavatni. Við þetta lokast einnig aðkoma af vegslóða um Gilhagadal inn á fyrrnefndan veg.
  • Kl. 13:40 – 15:30. Vegur nr. 752 / F752 Skagafjarðarleið frá afleggjara á móts við Litlu-Hlíð / Hof og Hofsvelli að Þorljótsstöðum. Þessi vegur er í raun nyrsti hluti Sprengisandsleiðar, Skagafjarðarmegin.

Vegfarendum er skylt að virða lokanir og fyrirmæli starfsmanna keppninnar.

Úrslit verða kynnt við Vélaval í Varmahlíð kl. 16:30 en verðlaunaafhending verður í Miðgarði kl. 21. Að henni lokinni verður slegið upp dansleik.

Þeir sem vilja horfa á eða fá nánari upplýsingar um keppnina er bent á facebook síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar og tíma má sjá inni á vefsíðunni: www.datalink.is

Stjórnstöð keppninnar verður í Vélavali í Varmahlíð. Keppnisstjóri er Heiða Björg Friðjónsdóttir í síma 863 8045.

Baráttan um Íslandsmeistaratitla er í algleymingi. Íslandsmeistararnir frá því í fyrra Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson leiða mótið en systkinin Jóhann Ingi og Heiða Karen Fylkisbörn eru sjö stigum á eftir en leiða jafnframt í flokki B. Í AB varahlutaflokki eru feðgarnir Hlöðver Baldursson og Jón Óskar Hlöðversson efstir með 20 stig, fjórum stigum á undan Daniel Victor Herwigssyni og Úlfari Alexandre Rist.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir