„Mér líður frábærlega“

Donni glaður á Þróttaravellinum. SKJÁSKOT AF FÓTBOLTI.NET
Donni glaður á Þróttaravellinum. SKJÁSKOT AF FÓTBOLTI.NET

...sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann hvernig honum liði eftir að Stólastúlkurnar hans báru loks sigurorð af Þrótti Reykjavík. Ef Feyki förlast ekki þá er þetta fyrsti sigur Tindastólsliðsins á Þrótti en liðin hafa mæst nokkuð oft síðustu árin og aldrei hafa Stólastúlkur sótt sigur í greipar þeirra röndóttu. Óvæntur 0-2 sigur á útivelli í kvöld gæti reynst ómetanlegur í baráttunni um að halda sæti í Bestu deildinni en lið Tindastóls er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Hvernig líður þjálfaranum að leik loknum? „Mér líður frábærlega. Ég er svo gríðarlega stoltur af stelpunum fyrir þeirra framgöngu á vellinum i kvöld.“

Hvað skóp sigurinn í kvöld? „Vinnuframlagið, samheldnin, barráttan og svo klár gæði skópu sigurinn. Við vorum vel undirbúin fyrir hvernig þær spila en svo þurfa stelpurnar að vinna alla vinnuna og þær gerðu það svo sannarlega.“

Hvað varstu ánægðastur með í leiknum? „Ég er ánægðastur með vinnuframlagið hjá liðinu. Varnarlega gekk flest upp, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við lokuðum aðeins öðruvísi á þær. Markvarslan auðvitað stórkostleg og svo hárbeittur og kröftugur sóknarleikur.“

Hvernig er stemningin í hópnum eftir sigurinn? „Stemmningin í hópnum er stórkostleg. Við erum buin að spila mjög vel undanfarið og ætlum okkur að skrifa söguna áfram!“

Nánar verður fjallað um leikinn í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir