Met jafnað á miðvikudagsmótinu í golfi

Marteinn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. MYND: KBH
Marteinn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. MYND: KBH

Golfmót að Hlíðarenda, miðvikudaginn í síðustu viku var sennilega fjölmennasta miðvikudagsmót í sögu GSS, 40 þátttakendur.

Sigurvegari með forgjöf var Marteinn Jónsson með 44 punkta og fleiri náðu góðri lækkun forgjafar. Arnar Geir Hjartarson spilaði á tveimur undir pari og jafnaði vallarmetið.

/fréttatilkynning

Fleiri fréttir