Nýr formaður og stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Ingólfur Jón Geirsson, nýr formaður körfuknattleisdeildar Tindastóls. Aðsend mynd.
Ingólfur Jón Geirsson, nýr formaður körfuknattleisdeildar Tindastóls. Aðsend mynd.

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldinn í síðustu viku. Þar var m.a. kjörin ný stjórn og formaður og ákveðið var að koma kvennaliði meistaraflokks í gang fyrir næsta tímabil.

Vel var mætt á aðalfundinn og segir Ingólfur Jón Geirsson, nýkjörinn formaður, gaman að sjá áhuga samfélagsins á körfuboltanum á staðnum. Honum líst vel á komandi tímabil deildarinnar með kraftmikið fólk sér til aðstoðar í starfinu sem er heilmikið.

Afgangur varð af rekstri deildarinnar síðasta starfsár upp á rúma 1,6 milljón krónur og langtímaskuldir lækkaðar talsvert.

Í stjórn voru kosin: Björn Hansen, gjaldkeri, Rakel Rós Ágústsdóttir, ritari og meðstjórnendur þeir Vignir Kjartansson, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Guðlaugur Skúlason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir