Opna kvennamót GSS

Það var mikið stuð á Opna kvennamót GSS. MYND: Golfklúbbur Sauðárkróks
Það var mikið stuð á Opna kvennamót GSS. MYND: Golfklúbbur Sauðárkróks

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum.

Sigurvegari mótsins var Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (GSS) með 43 punkta. Í öðru sæti var Anna Karen Hjartardóttir (GSS) með 43 punkta og í þriðja sæti var Hildur Heba Einarsdóttir (GSS) með 41 punkt. Engin fór tómhent heim, þökk sé frábærum stuðningi fjölmargra fyrirtækja. Það er gaman að geta tekið á móti svona flottum hópi, það er góð kynning á Hlíðarendavelli og úrvals kynning fyrir Skagafjörð.

Það voru konurnar í GSS sem sáu um alla framkvæmd mótsins. Mót GSS eru sýnileg inn á golf.is og einnig á viðburðadagatali skagafjordur.is. Í sumar eru alls yfir 30 mót og hefur þátttakan hingað til verið mjög góð þrátt fyrir misjafnt veður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir