Óskar Smári til Stjörnunnar

Óskar Smári kominn í Stjörnutreyjuna. Mynd af Facebook.
Óskar Smári kominn í Stjörnutreyjuna. Mynd af Facebook.

Óskar Smári Haraldsson, einn yfirþjálfara knattspyrnudeildar Tindastóls hjá yngri flokkum, skrifaði undir eins árs samning við Stjörnuna á dögunum og tekur við stöðu aðalþjálfara 2. og 3. flokks kvenna 1. október næstkomandi.  

„Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun, sérstaklega í ljósi þess að þurfa að fara frá mínum klúbb Tindastól. Hugur minn hinsvegar leitaði alltaf suður á bóginn eftir tímabilið og tel ég mig hafa fundið frábæran klúbb til þess að halda áfram að bæta mig og efla sem þjálfari. Aðstaðan er uppá 10, margir flottir og miklir fagmenn starfandi fyrir Stjörnuna í dag,“ skrifar Óskar Smári á FB-síðu sína.

Hann segist vera virkilega spenntur fyrir þessu krefjandi og metnaðarfulla verkefni, og muni kveðja Tindastól með miklum söknuði og sorg, enda klúbburinn hans.

„Vill fá að þakka stjórnarmönnum, foreldrum barnanna og liðsfélögum mínum til margra ára fyrir samstarfið undanfarin þrjú sumur og síðastliðinn vetur, án ykkar væri maður ekki hér í dag. September mánuðurinn fer í það að njóta þess að vera út á velli að þjálfa og leggja mitt að mörkum að halda Tindastól uppi í 2 deild karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir