Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.

Byrjunarlið Tindastóls var skipað þeim Pétri, Viðari, Brynjari Þór, Helga Frey og Urald King. Lagt var upp með að spila fasta vörn og keyra upp hraðann og/eða að spila agað í sókninni. Þetta skilaði því að liðið tók strax afgerandi forystu í leiknum. 

Að sögn Helga Margeirs, sem Feykir náði tali af eftir leik, þá skiluðu allir leikmenn sínu. Finnbogi Bjarnason átti frábæran leik og sýndi hve öflug skytta hann er með snoturri skotsyningu og traustri vörn, þá var Friðrik mjög traustur í vörninni og Ragnar Ágústsson og Hannes Ingi Másson létu til sín taka.

Því miður var enga tölfræði að hafa af vef KKÍ frá þessum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir