Rúnar Már orðinn kasakstanskur meistari

Rúnar Már lætur vaða á markið. MYND AF FB
Rúnar Már lætur vaða á markið. MYND AF FB

Skagfirska knattspyrnukempan Rúnar Már Sigurjónsson varð nú um helgina meistari með liði sínu Astana í efstu deildinni í Kasakstan. Það var sjálfur Yuri Logvinenko sem gerði sigurmark Astana þegar þeir mættu liði Tobol á útivelli og er Astana með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Rúnar Már skipti úr svissneska boltanum yfir til Kasakstan í sumar og hefur staðið sig með mikill prýði, skorað og lagt upp nokkur mörk. Hann hefur að vísu ekki spilað síðustu leiki liðs síns sökum meiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslendinga og Frakka í undankeppni EM í síðasta mánuði en hann var þó kominn á bekkinn að þessu sinni, reyndar í borgaralegum klæðum, og gæti mögulega náð síðasta leik deildarkeppninna í Kasakstan um helgina. 

Astana verður í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en þá kemur lið AZ Alkmaar í heimsókn. Astana hefur tapað öllum sínum leikjum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og á orðið litla möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit. Næstsíðasti leikur tímabilsins hjá Rúnari verður því væntanlega þegar lið Manchester United heimsækir Kasakstan nú í lok mánaðarins. Ekki ónýtt!

Til hamingju Rúnar Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir