Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Sigtryggur Arnar Björnsson valinn í úrvalslið Subway-deildar. Mynd af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Sigtryggur Arnar Björnsson valinn í úrvalslið Subway-deildar. Mynd af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.

Vincent Malik Shahid , Þór Þ., fékk viðurkenningu fyrir að vera besti erlendi leikmaðurinn, í Subway-deildinni, Hjálmar Stefánsson Val varnarmaður ársins og þjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík. Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. en prúðasti leikmaðurinn er Callum Lawson Val. Það var svo Davíð Tómas Tómasson sem þótti bera af í dómgæslunni og þar með dómari ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir