Snjólaug María Íslandsmeistari
Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.