Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Séð yfir mótssvæðið á Hólum sumarið 2016. MYND: HINIR SÖMU
Séð yfir mótssvæðið á Hólum sumarið 2016. MYND: HINIR SÖMU

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.

Auk Skagfirðings, sem sótti um með Hóla í Hjaltadal sem mótssvæði, þá sóttu hesta­manna­fé­lagið Fák­ur með Víðidal sem móts­svæði og hesta­manna­fé­lög­in á Suður­landi í nafni Rangár­bakka með Rangár­bakka sem mótsstað. Af þessum staðsetningum er lengst síðan mótið fór fram í Skagafirði en Landsmót á Hólum fór fram 2016, mót var í Reykjavík (Víðidal) 2018 og verður á Kjóavöllum í Garðabæ 2022 en Landsmót 2020 fer fram á Hellu dagana 6.–12. júlí.

Lár­us Ástmar segir að litið hafi verið til þess að skipta mót­un­um á milli lands­hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir