Spennandi mót hjá Markviss

Skotfélagið Markviss var með opinn dag á skotsvæði sínu á laugardegi á nýafstaðinni Húnavökuhelgi þar sem gestum og gangandi gafst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reyna sig við leirdúfur og skotmörk undir handleiðslu félagsmanna. Síðar sama dag fór hið árlega Höskuldsmót fram en það er haldið til heiðurs lögreglumanninum Höskuldi B. Erlingssyni á Blönduósi.

Keppendur á mótinu voru átta talsins og var keppnin æsispennandi á köflum þar sem bæði áttust við hjón og feðgar, að því er segir á Facebooksíðu Markviss. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að skipt var í A og B flokk eftir tvær umferðir. Eftir tvær umferðir var Snjólaug M. Jónsdóttir stigahæst og hafði naumt forskot á Guðmann Jónasson en Brynjar Þór kom fast á hæla þeirra.

Í úrslitaumferðinni náði Guðmann að síga fram úr Snjólaugu og hafði því sigur í A flokki. Í B flokki var það Kirstófer Kristjánsson sem bar sigur úr býtum og Höskuldur B. Erlingsson varð í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir