Stólarnir fá KR í heimsókn í VÍS bikarnum

Spilað var í VÍS bikarnum um liðna helgi. Stólastúlkur duttu úr leik gegn sterku liði Njarðvíkinga en strákarnir lögðu Breiðablik í Smáranum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Í hádeginu í gær var einmitt dregið í átta liða úrslitin og fékk lið Tindastóls heimaleik gegn liði KR sem nú spilar í 1. deildinni.

Það ætti að geta orðið skemmtileg viðureign en leikurinn verður spilaður í Síkinu en leikdagar í bikarnum verða dagana 20.-22. janúar. Fram kemur í frétt á vef KKÍ að 4-liða úrslitin fari fram 19. og 20. mars í Laugardalshöllinni en úrslitaleikirnir verða spilaðir laugardaginn 23. mars.

KR komst í átta liða úrslit með því að leggja Þrótt úr Vogum í 16 liða úrslitum 123-99. Þar gerði Troy Cracknell sér lítið fyrir og gerði 58 stig og hirti tíu fráköst. Sen fyrr segir leikur gamla stótveldið úr Vesturbænum nú í 1. deild og er í fjórða sæti að loknum tíu umferðum, hafa unnið átta leiki en tapað tveimur, en keppni á toppi deildarinnar er jöfn og spennandi.

Annars eru þetta leikirnir í átta liða úrslitum karla:

Tindastóll-KR
Höttur-Keflavík
Stjarnan-Valur
Grindavík-Álftanes

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir