Stólarnir mæta Sandgerðingum syðra í Geysis-bikarnum

Lið Tindastóls – Maltbikarmeistarar 2018. MYND: HJALTI ÁRNA
Lið Tindastóls – Maltbikarmeistarar 2018. MYND: HJALTI ÁRNA

Síðastliðinn mánudag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin.

29 lið voru skráð til leiks í ár í bikarkeppni KKÍ í flokki meistaraflokka karla. Alls var dregið í 13 viðureignir hjá körlunum að þessu sinni (26 lið) og því þrjú lið sem sitja hjá og mynda sigurvegarar þessara fyrstu leikja ásamt þrem sem sitja hjá 16-liða úrslitin sem dregið verður í næst og þá verður einnig dregið í fyrstu umferða kvenna.

Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, drógust á móti liði Reynis í Sandgerði sem leikur í 2. deildinni. Ekki er enn ljóst hvenær leikirnir í Geysis-bikarnum fara fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir