Stólarnir mæta Stjörnunni í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í átta liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta. Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, dróst á móti Stjörnunni og fengu Stólarnir heimaleik. Ekki er búið að raða leikjum á ákveðna daga en ljóst að leikið verður annað hvort 20. eða 21. janúar í Síkinu.

Aðrir leikir átta liða úrslitanna eru viðureignir ÍR og Skallagríms, Njarðvíkur og Vestra frá Ísafirði og loks mætast KR og Grindavík í DHL-höllinni.

Fleiri fréttir