Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Stólarnir verjast. Myndin er frá því í fyrstu umferð þegar þeir lögðu lið Uppsveita.. MYND: ÓAB
Stólarnir verjast. Myndin er frá því í fyrstu umferð þegar þeir lögðu lið Uppsveita.. MYND: ÓAB

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.

Fyrsta mark leiksins gerði Patrekur Viktor Jónsson á 49. mínútu og fimm mínútum síðar varð leikmaður Tindastóls, Anton Örth, fyrir því óláni að skora í eigið mark. Max Selden minnkaði muninn fyrir Stólana á 65. mínútu en Jónas Breki Svavarsson innsiglaði sigur Fjölnir með marki á 71. mínútu.

Í spá þjálfara var Vængjunum spáð fimmta sæti en Stólunum því fjórða og tapið því viss skellur. Að tveimur umferðum loknum er lið Tindastóls í sjöunda sæti 4. deildar en í næstu umferð eiga strákarnir heimaleik gegn liði Skallagríms úr Borgarnesi og er spilað nk. föstudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir