Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Kristín í uppkasti í leik Tindastóls og Hamars. Mynd: Hjalti Árna
Kristín í uppkasti í leik Tindastóls og Hamars. Mynd: Hjalti Árna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hvetjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs. 

 

Staðan í deildinni fyrir þennan leik er...

1. Tindastóll (4/1) - 8 stig

2. ÍR (3/1) - 6 stig

3. Njarðvík (3/2) - 6 stig

4. Keflavík b  (3/1) - 6 stig

5. Fjölnir (1/3) - 2 stig

6. Grindavík b  (1/2) - 2 stig

7. Hamar  (0/5) - 0 stig

 

Áfram Tindastóll....

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir