Stólastúlkur taka á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum í kvöld

Í kvöld taka stelpurnar í Tindastól á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram á gervigrasinu og hefst klukkan 19. Þetta er fyrsti leikur liðanna í þessari keppni en Stólarnir léku til úrslita gegn Haukum í C deild Lengjubikarsins fyrr í sumar. Hér gæti orðið um hörkuleik að ræða þótt Tindastóll leiki deild ofar en Hamrarnir sem aldrei gefa neitt eftir í sínum leikjum. Hafa þær leikið einn leik í 2. deild gegn Fjarðab/Hetti/Leikni og unnu 2-1.

Tindastóll sigraði einnig sína andstæðinga í fyrsta leik sínum í Inkasso-deildinni sl. föstudag og hefndu fyrir tapið gegn Haukum í úrslitaleiknum sem fyrr er getið um. Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso kvenna, sem Fótbolti.net lét gera, gerir ráð fyrir því að Haukar berjist á toppnum en Stólar í neðri sætum um miðja deild.

Spáin er eftirfarandi:
1. FH
2. Haukar
3. ÍA
4. Þróttur
5. Augnablik
6. Fjölnir
7. Tindastóll
8. Afturelding
9. Grindavík
10. ÍR 

Allir hvattir til að koma á völlinn, veðrið fínt og útlitið gott, árskort gilda ekki á bikarleiki, svo borga þarf skitnar 1500 krónur inn en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir