Stórsigur á Stjörnunni í fyrsta æfingaleik

Erlendir leikmenn Tindastóls; Amber, Jackie og Mur, komu allar við sögu í gær. Amber í markinu og Jackie og Mur gerðu mörk. MYND: JÓNSI
Erlendir leikmenn Tindastóls; Amber, Jackie og Mur, komu allar við sögu í gær. Amber í markinu og Jackie og Mur gerðu mörk. MYND: JÓNSI

Fótboltaþyrstir fá nú loks svalað þorsta sínum eftir samkomubann og tilheyrandi kórónuveiruklásúlur. Í gærkvöldi spilaði kvennalið Tindastóls fyrsta æfingaleik sumarsins og fór hann fram í Garðabæ þar sem gestgjafarnir voru Stjörnustúlkur. Þær reyndust ansi gestrisnar því lið Tindastóls gerði sex mörk en lið Stjörnunnar ekkert.

Öllum alls ekki að óvörum var það Mur sem gerði fyrsta mark leiksins en Laufey Harpa bætti öðru marki við fyrir hlé eftir sendingu frá Mur. Laufey hafði fyrr í vetur skipt yfir í Þór/KA en allt útlit er fyrir að hún verði með Stólunum í sumar og það eru sannarlega góð tíðindi. Staðan var 0-2 í hálfleik en Stólastúlkur voru snöggar að bæta við tveimur mörkum í síðari hálfleik og þar voru þær Mur og Aldís María á ferðinni. Áður en yfir lauk höfðu Aldís og Jackie bætt við mörkum og frábær sigur staðreynd.

Alls voru 19 stelpur á skýrslu hjá liði Tindastóls og fengu þær allar að spila. 

Fyrsti alvöru leikur stúlknanna verður þó ekki fyrr en 13. júní þegar lið Völsungs frá Húsavík mætir á teppið á Króknum í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni þetta sumarið fer fram á Fagverksvellinum Varmá í Mosfellsbæ þann 18. júní þar sem Afturelding bíður. Fyrsti heimaleikurinn verður svo gegn Keflavík 26. júní. Tíu lið taka þátt í 1. deildinni og verður spilað þétt í sumar þar sem mótið fer ansi seint í gang. Lokaumferðin fer fram 2. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir