Tess Williams farin frá Tindastól
Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Tess Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu og var sú ákvörðun tekin í góðu samkomulagi og mesta bróðerni, samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
„Óskum við Tess velfarnaðar í næstu verkefnum og þökkum henni kærlega fyrir hennar framlag til körfuboltans í Skagafirði,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður, fyrir hönd stjórnar körfuknattleiksdeildar Tindastóls í tilkynningunni.