Tindastól spáð titlinum

Svona lítur spáin út. MYND AÐSEND
Svona lítur spáin út. MYND AÐSEND

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna var opinberuð á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á komandi tímabili. Tindastóll fékk 340 stig af 396 mögulegum stigum. Val er spáð öðru sætinu og það sem er kannski stóra fréttin í þessari spá að nýliðunum í Álftanesi er spáð þriðja sætinu.

Samkvæmt spánni taka Njarðvíkingar ekki þátt í úrslitakeppninni og er Hamar og Breiðablik spá falli niður í 1. deild. Hamarsmenn eru einmitt hinir nýliðarnir í deildinni. Það verða síðan KR og ÍR sem koma aftur til baka í Subway deildina ef marka má spána fyrir 1.deildina.

Pavel sagði í viðtali eftir að spáin var gefin út þegar hann var spurður hvernig það væri að bera þann kross að vera spáð efsta sæti. „Það verður nýtt fyrir okkur að vera skotmark, og við eigum alltaf eftir að fá bestu frammistöðu andstæðunganna því allir vilja vinna meistarana.“ Hann sagði jafnframt „að þeir væru því miður ekki, þrátt fyrir árangurinn á síðasta tímabili og góða spá, ekki með neitt forskot umfram hin liðin sem vilja öll vinna.“

Það kom líka í ljós hver kemur til með að taka við að Kjartani Atla sem nú er orðinn þjálfari í efstu deild karla. Hann þjálfar einmitt nýliðna í Álftanesi og stýrir því ekki Körfuboltakvöldi eins og hann hefur gert síðustu 8 tímabil af stakri snilld. Það er kannski ekki auðvelt sæti að setjast í en það er Stefán Árni Pálsson sem sest í stólinn hans Kjartans Atla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir