Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 á næstu dögum. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum en það eru Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilar nú með Grindavík. Auk þess má nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen landsliðsþjálfara og Baldur er sömuleiðis styrktarþjálfari liðsins.

Fram kemur á heimasíðu KKÍ að fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni sunnudaginn 23. febrúar kl. 20:00 en þá mætir Ísland liði Slóvakíu og verður sá leikur einnig í beinni á RÚV2.

Leikmannahópurinn verður þannig skipaður:
Nafn · Félag · Landsleikir
Breki Gylfason · Haukar · 6
Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18
Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82
Kári Jónsson · Haukar · 10
Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13
Pavel Ermolinskij · Valur · 73
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9
S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 
Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61

Það er skarð fyrir skildi að í liðið vantar fjóra sterka pósta; þá Elvar Má Friðriksson, Hauk Helga Pálsson, Kristófer Acox og Martin Hermannsson.

Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021, þegar liðin hafa leikið heima og að heiman, fara áfram í aðra umferð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir