Varmahlíðarskóli í úrslit í Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla fagnar frábærum árangri. Mynd af Faebooksíðu skólans.
Lið Varmahlíðarskóla fagnar frábærum árangri. Mynd af Faebooksíðu skólans.

Fulltrúar Varmahlíðarskóla náðu frábærum árangri í Skólahreysti í gær er þeir gerðu sér lítið fyrir unnu Norðurlandsriðil, sem samanstendur af skólum á Norðurlandi utan Akureyrar. Það mun vera þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sjö árum sem skólinn á þátttakendur í úrslitum. Í liðinu eru Ásta Alyia Friðriksdóttir, Sara María Ómarsdóttir, Óskar Stefánsson og Steinar Óli Sigfússon en til vara voru þau Björg Ingólfsdóttir og Indriði Þórarinsson.

Varmhlíðingar tóku flestar upphýfingar, urðu í öðru sæti í dýfingum, unnu hraðaþrautina, fjórða sæti í armbeygjum sem og í hreystigreip.  Þessi árangur skilaði þeim 41 stigi og efsta sætinu. í Öðru sæti varð Borgarhólsskóli með 34 stig, Gr Fjallabyggðar 33, Grunnskóli austan Vatna 33, Gr.sk. Þórshöfn 25,5, Árskóli með 19 stig, Húnavallaskóli 18,5 og Valsárskóli rak svo lestina með 12 stig. Sjá HÉR.

Varmahlíðarskóli varð þar með annar skólinn á Norðurlandi vestra til að komast í úrslit en niðurstöður eru komnar úr níu af tíu riðlum.  Þann 10. apríl kemur í ljós hvert verður tíunda liðið en keppt verður á Egilsstöðum. Þeir skólar sem komnir eru áfram eru: Hvolsskóli, Laugalækjarskóli, Lindaskóli, Grunnskóli V-Húnavatnssýslu, Gr.sk. á Ísafirði, Heiðarskóli í Keflavík, Foldaskóli, Varmahlíðarskóli og Brekkuskóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir