Vel heppnað Norðurlandsmót í júdó fór fram á Blönduósi

Þátttakendur á Norðurlandsmótinu í júdó um síðustu helgi. MYND: TINDASTÓLL.IS
Þátttakendur á Norðurlandsmótinu í júdó um síðustu helgi. MYND: TINDASTÓLL.IS

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið. 

Á heimasíðu Tindastóls segir að mótið er samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja á Norðurlandi þó að mest mæði á Blönduósingum sem bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu og halda utan um skipulagið. Áður átti að halda mótið í byrjun nóvember 2019 en því varð að fresta.

Mótið hófst á sameiginlegri upphitun keppenda og svo reið yngri hópurinn á vaðið þegar keppnin sjálf hófst rétt upp úr klukkan 11. Eins og venjulega stóðu Blönduósingar sig frábærlega sem gestgjafar og eiga mikið hrós skilið fyrir sitt starf.

Nánari frásögn af mótinu og úrslit má sjá á Tindastóll.is >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir