Yngvi Magnús Borgþórsson þjálfar mfl. Tindastól

Yngvi Magnús (t.v.) handsalar samning sinn. Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar skrifaði undir samninginn fyrir hönd Tindastóls. Mynd: tindastoll.is
Yngvi Magnús (t.v.) handsalar samning sinn. Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar skrifaði undir samninginn fyrir hönd Tindastóls. Mynd: tindastoll.is

Tindastóll hefur ráðið Yngva Magnús Borgþórsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Yngvi þjálfaði Skallagrím sl. sumar og kom liðinu upp úr 4. deildinni á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Áður hafði Yngvi þjálfað lið Einherja í 3.deild.

Á heimasíðu Tindastóls segir að sem leikmaður hafi Yngvi spilað lengst með ÍBV og á meðal annars vel á sjöunda tug leikja í efstu deild. „En þess má reyndar geta að í heildina á hann um 260 leiki í meistaraflokki, nokkra tugi leikja í öllum deildum Íslandsmótsins. Óhætt er því að segja að Yngvi þekki íslenskan fótbolta frá öllum hliðum,“ segir á Tindastóll.is

Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar og hefja þá formlega störf hjá Tindastól og bindur stjórn miklar vonir við störf Yngva hjá félaginu. „Við bjóðum Yngva innilega velkominn í Tindastól,“ segir í tilkynningunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir