Íþróttir

Keflvíkingar komnir með Stólana í gólfið

Annar leikur Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu suður með sjó í kvöld og var um hörkuleik að ræða. Heimamenn náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta en Stólarnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Keflvíkingar kláruðu leikinn af vítalínunni og sigruðu 86-80. Þeir leiða því einvígið 2-0 og geta því skóflað Stólunum í sumarfrí nú á miðvikudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og að þessu sinni í Síkinu. Látum þá ekki komast upp með það!
Meira

Maggi Már marði Stólana

Það voru mikil vonbrigði fyrir heimamenn að tapa fyrsta leiknum í einvigi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í kvöld en leikmenn skildu allt eftir í Síkinu í geggjuðum tvíframlengdum körfuboltaleik. Gestirnir litu lengi vel út fyrir að ætla að landa næsta öruggum sigri en Stólarnir sýndu ótrúlega seiglu og náðu að jafna undir lok venjulegs leiktíma og voru síðan hársbreidd frá sigri. Fyrri framlengingin var æsispennandi en í upphafi þeirrar seinni fékk Hester sína fimmtu villu og þá var úti ævintýri. Lokatölur 102-110.
Meira

Tindastóll og Keflavík hefja leik í kvöld

Þriðja sætið var niðurstaðan hjá Tindastólsmönnum í Dominos-deildinni í vetur og sú ágæta frammistaða tryggði Stólunum heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudaginn 16. mars, þegar Keflvíkingar mæta í Síkið og hefst leikurinn kl. 19:15 en þrjá leiki þarf að sigra til að komast áfram í undanúrslitin.
Meira

Stefán Velemir valinn Íþróttamaður USAH

Húni.is segir frá því að hundraðasta ársþing USAH var haldið um helgina á Húnavöllum. Var þingið vel sótt en auk þingfulltrúa voru mættir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ auk annarra gesta. Gekk þingið vel fyrir sig að vanda.
Meira

Arnrún Halla nýr formaður UMSS

Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði gær var Arnrún Halla Arnórsdóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ en knattspyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenningin endurnýjuð og staðfest áfram.
Meira

María Finnbogadóttir náði ágætum árangri á HM unglinga

Nú hefur María Finnbogadóttir skíðakona úr Tindastóli lokið keppni á HM unglinga í Aare í Svíþjóð en þangað fór hún ásamt nokkrum öðrum unglingum og keppti í Alpagreinum fyrir Íslands hönd. Keppendur voru frá 47 löndum. Þátttakendur voru fæddir á árunum 1996-2000 og þar sem María er fædd árið 2000 var hún á yngsta keppnisárinu. Hún stóð sig með sóma og varð í 56. sæti í stórsvigi og 35. sæti í svigi.
Meira

Birnur á Hvammstanga sigursælar

Kvennalið Kormáks á Hvammstanga í blaki, Birnurnar, gerði góða ferð suður á Álftanes um helgina á hraðmót sem haldið var til styrktar kvennalandsliðinu í blaki. Alls var keppt í sex deildum og voru reglur frábrugnar því sem venja er þar sem spilað var upp á tíma en ekki til stiga eins og venja er.
Meira

Knattspyrnuakademía FNV og Tindastóls stofnuð

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og knattspyrnudeildar Tindastóls um rekstur knattspyrnuakademíu sem hefst í haust. Með fjölbreyttum og skipulögðum æfingum og bóklegum kennslustundum verður markvisst unnið að því að gera nemendum kleift að bæta sig bæði andlega og líkamlega.
Meira

Stólarnir enda í þriðja sæti og mæta Keflvíkingum í úrslitakeppninni

Lið Tindastóls fékk annað tækifæri til að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni í lokaumferðinni í kvöld. Mótherjarnir voru Haukar og var leikið í Hafnarfirði og útlitið var ágætt þegar síðasti leikhlutinn hófst en þá köstuðu Stólarnir sigrinum frá sér með slæmum leik og á endanum fögnuðu Haukar þriðja sigri sínum í röð. Lokatölur 77-74.
Meira

Molduxamótið 2017

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Meira