Keflvíkingar komnir með Stólana í gólfið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.03.2017
kl. 22.35
Annar leikur Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu suður með sjó í kvöld og var um hörkuleik að ræða. Heimamenn náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta en Stólarnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Keflvíkingar kláruðu leikinn af vítalínunni og sigruðu 86-80. Þeir leiða því einvígið 2-0 og geta því skóflað Stólunum í sumarfrí nú á miðvikudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og að þessu sinni í Síkinu. Látum þá ekki komast upp með það!
Meira