María í 19. sæti í stórsvigi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.02.2017
kl. 14.13
Keppni var að ljúka í stórsvigi stúlkna fæddar 1999 - 2000 á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana. Meðal þeirra sem öttu kappi í dag var María Finnbogadóttir frá Sauðárkróki og náði hún glæsilegum árangri er hún varð í 19. sæti af 53 keppendum. Tími Maríu var þriðji besti tíminn í hennar árgangi.
Meira